Vefbakarar

Við bökum veflausnir

Bakarí Software er metnaðarfullt fyrirtæki með mikla reynslu af hönnun og smíði hugbúnaðar. Okkur skiptir öllu máli að útkoman sé framúrskarandi vara, með notendavænu og aðlaðandi útliti.

Hönnun

Við tökum þína hugmynd og bökum úr því fallegan hugbúnað

Forritun

Við sjáum um að útfæra og forrita vefinn

Ráðgjöf

Við leiðbeinum þér í rétta átt og fylgjum þér alla leið

Fáðu ráðgjöf

Snjallvefir

Vel hannaður vefur eykur viðskiptin

Notendur vefsins eru ánægðari ef vefurinn þinn virkar vel á öllum tækjum. Sími, spjaldtölva, borðtölva eða sjónvarp, vefurinn helst alltaf eins.

71%

Þrír af hverjum fjórum nota snjalltæki til að vafra um vefinn

google

Snjallvefir birtast ofar í leitarniðurstöðum

Úr ofninum

Nokkur dæmi um verkefni sem við höfum unnið að

Allt frá stórfyrirtækjum til bloggara. Höfum unnið með breiðum hópi fólks í gegnum tíðina og tökumst reglulega á við nýjar áskoranir.

Vantar þig vef?

Teymið

Fjölbreyttur hópur með sameiginleg áhugamál

Okkar hópur er fjölbreyttur og reynslumikill með mismunandi áhugasvið innan hugbúnaðargeirans. Allir eigum við það sameiginlegt að vera hljóðfæraleikarar og miklir áhugamenn um tónlist og sköpun.

Ólafur Aron Jóhannsson

Bakenda- og gagnagrunnsforritun

Páll Blöndal

Fjármál og bókhald

Viktor Blöndal

Hönnun vefja og viðmótsforritun

Glam.is

Einstaklega skemmtilegt mömmulífstílsblogg þar sem nokkrar mömmur fjalla um allt sem tengist því að vera móðir.

Þær vildu fá fallegan og aðlaðandi vef sem hentaði þeirra starfsemi og var Bakaríið kallað til. Þar sáum við um hönnun á vörumerki og vef ásamt forritun. Notast var við Wordpress við smíðina.

Puffn Reykjavík

Íslenskt og ferskt. Einstaklega falleg hönnun mótuð með áherslu á hreinan stíl. Markmiðið var að skapa fallegan skartgrip sem hægt væri að nota við öll tilefni.

Bakaríið sá um sköpun og þróun Puffn Reykjavík vörumerkisins þ.a.m. hönnun á skífu úrsins, merki og vefsíðu

Vegagerðin

Öflugur og léttur vefur sem gerir vegfarendum kleift að fylgjast með veðri, færð og ástandi vega á hverjum tíma.

Hægt er að sjá vindhviður og hvar hætta er á hálku og vefmyndavélarnar vinsælu eftir landshlutum. Vefurinn er á íslensku og ensku

Wok On

Frábær asískur matur sem smakkast einstaklega vel.

Bakaríið sá um að koma upp síðu með helstu upplýsingum, m.a. lifandi matseðli, opnunartíma ofl.

Divot

Einstaklega öflugt hugbúnaðarfyrirtæki sem hefur yfir 10 ára reynslu við smíði miðakerfa sem þúsundir notenda heimsækja daglega.

Bakaríið kom að hönnun merkis Divot ásamt vefsíðu þeirra.

Payday

Payday er lausn sem einfaldar verktökum og einyrkjum að skila sjálfvirkt inn öllum launatengdum gjöldum.

Bakaríið vann að þróun og hönnun á vörumerki og vefsíðu Payday.